28.8.2007 | 15:04
Að byrja
Eitthvað finnst mér erfitt að komast í haustgírinn..Er með fullan haus af hugmyndum hvernig ég get nýtt tímann hjá mér en er bara enn með það fast í heilanum og kem engu frá mér eins og er....Vonandi get ég nú farið að byrja..Er að drollast við að fara í megrun þar sem ég er víst nokkrum sentimetrum lægri fyrir þá tölu sem kemur upp á viktinni, þannig að eitthvað verð ég að gera...Kannski ég fari bara í lengingu, það ætti að vera lausnin.Annas er dúllan mín byrjuð aftur í skólanum og sem betur fer fékk hún sama kennara og hún var með í fyrra...Ég er svo aldeilis hlessa yfir þessum skóladóta innkaupum sem sumir þurfa að standa í. Mér finnst þetta rugl...Í Langholtsskóla sjá kennararnir um innkaupin og kostaði það mig 3000 kr þannig að ég er alveg rosalega sátt við mitt
Ég fékk alveg rosalega skemmtilega skyndiheimsókn hér um hádegið..Þá komu Mundi minn með tengið sitt og son, þannig að amma gamla fékk að knúsa Mána minn..Þau komu heim síðastliðna nótt frá Mallorka og eru náttúrulega mold brún og sælleg Mikið hefði ég viljað vera þar!!!!!! Annars fórum við gamla settið og dúllan til Hveragerði um helgina og var það rosa gaman. Dúllan fékk að fara á mótorhjól hjá Postulunum eða eitthvað þannig og var hún svo alsæl og hrifin að það hálfa hefði verið nóg..Einnig voru þarna allskonar tegundir af hundum sem mér fannst rosa sport að skoða enda alltaf að pæla í að fá mér einn....Það verður seinni tíma hugsun..En nú er ég hætt í bili, dúllan að koma heim og líklega þarf ég baðhandklæði við hönd að taka á móti henni
kv unns
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:16
Þetta með lenginguna líst mér ekkert á. Í gegn um árin hef ég þurft að vera hjá sjúkraþjálfara og er alltaf verið að teygja á mér. En það gengur hægt með lenginguna ég er en ekki orðin há og grönn. En með vigtina ég forðast þann hlut meðan ég kemst í fötin mín. Gangi þér vel við það sem þú tekur þér fyrir hendur. Kv.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.8.2007 kl. 17:20
Blessuð hentu vigtinni, ég hef ekki átt vigt í mörg ár Á meðan þú ert ánægð með sjálfa þig og þarft ekki að uppfæra fataskápinn þinn, nema þá til að kaupa eitthvað nýtt, þá er þetta sko í góðu lagi
Jónína Dúadóttir, 29.8.2007 kl. 09:59
heyrðu takk fyrir gott ráð jónína ...Kannski ég geri þetta bara..Út með viktina
Svei mér þá ef það virkar ekki alveg strax, líður mikið betur
Unnur R. H., 29.8.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.