23.8.2007 | 12:56
Þjófnaður eða!!
Er búin að vera alveg ferleg í dag og í gær. Þannig er mál með vexti að ég á mér garð, en hann er eins og frímerki þannig að ég hef enga berjarunna hjá mér (mér til mikillar mæðu) og öfunda ég alla hina sem eru með þannig runna. Nema hvað þá er ég sultuóð ogleita allra leiða til að næla mér í ber. Fór ég því af stað og súmmaði hverfið og skoðaði berjarunna og viti menn, ALLIR NEMA ÉG eru með þá Þar sem öfundin greip mig heljartökum þá fór ég heim náði í poka og arkaði af stað í berjatínslu Allt gekk að óskum hjá mér þar sem ég faldi mig í runnunum og plokkaði ber, nema við eitt húsið þar sem ég var bókstaflega horfin inn í sólberjarunna, kemur til mín eldri maður(íbúi í húsinu) og spyr mig hvort eitthvað sé að!!!! Guð minn góður þarna hefði ég viljað hverfa ofan í jörðina!!! Ég alveg eins og karfi í framan segi neeeeei ég er bara að tína ber Aumingja manninum varð eitthvað hálf um þetta að finna fullorðna konu vera að stela berjunum hans af runnanum, en sagði svo, nú já það ætti svo sem að vera í lagi, en augnatillitið sagði mér eitthvað annað, svo ég í skömm minni flýtti mér á brott og hunskaðist heim til mín...En upp úr þessum þjófnaði hafði ég 3 krukkur af sólberjasultu og bragðast hún náttúrulega rosa vel þar sem berin voru ílla fengin ehemm. En ég er að læra af reynslunni og ætla mér frekar að banka uppá hjá fólki og fá leyfi
En núna ætla ég að setja þjófasultuna mína í geymsluna og blogga bara seinna
kv unns
Athugasemdir
Þarna er ég sammála En er nú að fara að gerast heiðarleg og búin að fá leyfi í einum garði ehee
Unnur R. H., 24.8.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.