Drami

Ég er alveg eins og einhver dramadrottning í sambandi við að kunna á þetta blogg....Er allltaf að bíða eftir að hlutirnir komi upp í hendurnar ámér sem nátturulega skeður ekki, þannig að ég er byrjuð að fikta mig áfram ......Þetta hlitur að koma á endanumW00t Nú er dúllan búin að fá stundartöfluna og búið að redda skóladótinu þannig að hún verður fersk í fyrramáli þegar hún byrjar fyrir alvöru í skólanum.Annars er ég bara að hreinsa í kringum mig hér á heimilinu og búa mig undir haustið sem er minn uppáhaldsarstími..Mörgum hverjum finnst sumarið best en ég ÞOLI EKKI þessar björtu nætur og er þunglyndið mitt yfirleitt verst á þeim tíma..Annars er ég loksins komin á réttu lyfin þannig að ég man ekki eftir að hafa verið svona bjartsýn og ánægð í mörg árHappy Kemur það fram í svo mörgu eins og bara að sulta og hafa gaman af því og að hafa snyrtilegt í kringum mig!!!! En síðasta ár var það versta sem ég hef upplifað í langan tíma og lífslöngunin fjaraði hægt og hægt í burtu..Það er það versta sem ég, í dag, hef upplifað að vilja ekki lifa þar sem maður er svo ríkur með börn og barnabörn, en svona getur þessi sjúkdómur leikið mann, og er ég svoooo fegin að hafa farið að fá hjálp í byrjun þessa árs að ég get varla líst þvíFrown En sem betur fer er allt komið í betri farveg og ég er farin að getað hlakkað til dagsins á morgun Smile En ætli ég hætti ekki að sinni og fari að halda áfram að gera betra í kringum mig ég held það baraWoundering

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband