19.8.2007 | 13:28
Vöknuð
Jæja loksins drattaðist ég í tölvuna til að blogga..Hef veriðá ferð og flugi, var á Akureyri um versló. Ekki gat eg þó notið þess þar sem ég varð alveg fárveik með háan hita og svo kvefuð og vitlaus að ég reis varla úr rekkju í 3 sólahringa. En fór svo að verða aðeins betri og var þá stefnd á Fiskidaginn mikla á Dalvík og var það bara æðislegt, hefði ekki viljað missa af því þótt svo að bragðlaukarnir voru ekki vel virkir..Heim komum við svo og hef égbara verið að undirbúa ungu dömuna fyrir skólann.Mikið verður þó gott að koma öllu í eðlilegt horf aftur , Vakna snemma og sofna snemma ehe...Ekki fór ég þó neitt á menningardaginn heldur var heima að skúra og annað en það var ekkert verra. Var með stóru stelpuna mína og kærastann hennar í mat í gærkvöldi og var það alveg æðislegt, en nú ætla ég að hætta um stund og fara að hunskast í föt ehe
see u kv unns
Athugasemdir
Gott að þú ert risin úr rekkju. Já, það verður gott þegar rútínan kemst á aftur
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 17:30
það verður mjög gleðilegt
Unnur R. H., 20.8.2007 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.