Annir

Það er eitthvað svo mikið að gera hjá mér þessa dagana..Mikil breyting frá því að við kallin vorum bara ein heima..Einmitt dúllan er kominn og þar með hálft hverfið meðFrown Varla var hún komin inn um dyrnar fyrr en allar vinkonur og vinir komu að hitta hana, en þetta er nú í lagi ennþá er ekki farinn á taugum ennþáWink En ég fékk breytt barn til baka, nú er matarvenjur breyttar, allt er smakkað og borðað vel í hvert mál , einnig er hún með alla kurteisisreglur á hreinu og allt í einu er hún ekki litla barnið sem mér fannst ég þurfa að stjana við heldur sjálfbjarga dama.... Meira að segja er hún loksins farinn að ganga í gallabuxum sem hún vildi aldrei (þrátt fyrir að eiga 8 pör) þannig að nýting á fötum er orðin hundrað prósent og líka er hún farin að vilja vera fín og klæðast öllum kjólum og pilsum sem hún á Wink Þetta er sem sagt ný stelpa og er ég enn að venjast því....Það er nú samt mjög notarlegt að hafa aftur lif og fjör í kringum sig og er orkan hjá mér að stig magnast..Þannig að áður en ég veit af verð ég búin að gera allt sem ég ætlaði að gera meðan dúllan væri í danmörkSmile

En enn eigum við þó eftir að fara meira að ferðast og er gaman, gaman að hún verður með okkur sem eftir lifir sumars og er stefnan tekin norður á land um helgina og eiga góða daga þar en nú verð ég að stoppa sjálfa mig og halda áfram að gera allt það sem ég ætlaði að gera í sumar hehe

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég á einmitt í gallabuxnastríði hér... gelgjan vill ekki ganga í gallabuxum. En kannski á maður bara að þakka fyrir, nógu snemma byrjar fatafrík-hegðunin.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Unnur R. H.

einmitt og annað...Þau byrja ung að fatta hvað merkjavara er

Unnur R. H., 31.7.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband