9.7.2007 | 21:51
well
Núerum við gömlu að búa okkur undir stóra ferð á húsbílnum og allt í einu fattaði ég það að ég hef bara ekkert gert af því sem ég ætlaði að gera meðan dúllan væri erlendis, en allt í einu hafði ég ekki einu sinni samviskubit!!! það er mjöööög skrítið þar sem ég hélt að ég ætti að gera svo mikið hérna heima meðan hún væri ekki hér. En HALLÓ hún er nú einusinni orðin 8 ára þannig að ég bara get gert allt þegar hún er heima . Þannig að ég er búin að njóta mín sem aldrei fyrr og skammast mín bara ekkert fyrir það......VÁ þetta er ekkert smá gott að fatta ja hér
En það var líka algjört æði að hitta aftur son minn og fam þegar þau komu frá Tyrklandi og Máni minn var svo glaður og ánægður með ferðina. Það eitt gaf mér gömmlu kjellu svoooo mikið.
En eins og ég var að segja erum við að leggja upp í ferðalag um land vort í 10 daga. Það verður nú bara gaman að sjá hvernig það gengur upp hehe! Við nefnilega höfum aldrei verið ein 2 einangruð í húsbíl í svooona langan tíma, en sem betur fer er bíllinn rúmmmmgóður þannig ef eitthvað ber á milli get ég bara sofið í hinum endanum á bílnum og eru þó þá 8 metrar á milli okkar hehehehe.
En ég ætla að hafa tölvuna með mér og blogga þar sem er boðið upp á það þannig að enginn losnar svo glatt við mig óneiónei
Er hætt í bili og ætla að fara að halda áfram að pakka en ekki smakka heeh
gooooooooood night kv unns
Athugasemdir
Góða ferð og skemmtu þér vel. Við hér förum af stað með tjaldvagninn um 25 júlí og það verður fínt. Það er gott að breyta til.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 07:34
Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.