6.7.2007 | 09:36
Letilíf
Nú er maður bara í því að vera latur!!! Skil ekkert í mér ætlaði að vera búin að gera svo margt áður en dúllan kemur heim, en nó ó nó!!! Hef bara verið að þvælast um land og mið og er að fara í 10 daga ferðalag í næstuviku og eitthvað verður líka farið um helgina þannig lítið hefur farið fyrir öllu því sem ég ætlaði að gera
En ég verð bara að reyna að vinna það upp á mánudag, þriðjudag og miðvikudag,, ehemm
Er ekki alveg að sjá að ég næ því að mála eldhúsið, herbergi dúllunar alla glugga á báðumhæðum, en eitthvað verð ég að koma í verk. Eg er samt með fyrirvara á því að ef veðrið verður eins og í þessari viku þá endar með að ég hangi úti . En auðvitað gæti þá bara málað sólpallinn minn og notið þess að vera úti líka
'I nótt koma svo heim frá Tyrklandi sonur minn tengdadóttir og baranabarn..Þau fá þá liklega áfall af kulda miðað við þessi 50 stig sem þau eru búin að vera í..En ekki fylgdi því bara sæla að vera í svona hita þar sem einn íslenskur maður þoldi ekki hitann og dó það finnst mér sorglegt
En núna ætla ég að hætta þessu pári og fara að þvo nýklippta stutta hárið mitt(ég sem var búin að safna í 2 ár!) Verð varla lengi að því núna hehehe
bless að sinni
kv unns stutthærða
Athugasemdir
Til hamingju með nýju klippinguna og að hafa leyft þér að slaka á. Það er svooooooo nauðsynlegt að hlaða batteríin öðru hverju.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.