23.5.2007 | 17:04
Meira
Held að það sé komið eitthvað bloggæði á mig heeh
Er bara að velta upp á yfirborðið alls konar hugsunum. Bara eins og fyrir sumarið, þaðverður með skítnara móti hjá mér. Hú Evíta María er nefnilega að fara til Danmerkur stax eftir skólaslit og verður til enda júli hjá hálfbróður sínum og hans fam. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég verð barnlaus í 23 ár í svona langan tíma!!!!obojoboj ég á von á því að ég verði eins og vængbrotinn fugl
Kannski fer ég bara að mála alla íbúðina og dunda mér í garðholunni minni. Bara veit ekki finnst þetta hræðileg tilhugsun
En það er ennþá 14 dagar þangað til hún fer þannig að ég ætti kannski bara að bíða og sjá.
Við mæðgur erum búnar að vera að dunda okkur í dag að föndra og mála svona bara til að eyða tímanum en ég ætti kannski að fara að hætta núna og huga að matargerð fyrir fam
Ókei geri það þá bæ for ná unns
Athugasemdir
hahaha takk fyrir það Svandís
Það er aldrei að vita nema ég þurfi á því að halda
Unnur R. H., 24.5.2007 kl. 12:12
Já það er erfitt að sleppa af þeim hendinni. Það verður örugglega gaman hjá skvísunni þinni í útlandinu. Njóttu þín bara og dekraðu þig.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 21:16
Unns mín. Nú er einmitt rétti tíminn til að finna einstaklinginn í sér aftur og njóta þess að vera þú. Njóta þess að vera ÉG í stað VIÐ. Skiljú?
Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2007 kl. 01:59
Takk og takk og takk gaman að vita að einhver lesi mei thíhí
Unnur R. H., 29.5.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.