23.5.2007 | 14:22
Well well
Þá er orðið ljóst hverjir stjórna landi voru..Ekki það að ég sé eitthvað yfir mig hrifin en held að ég hefði ekki heldur verið ánægð með neitt annað Er eitthvað svona stjórnlaus þessa daga ehemm.Mér fannst svo margt að ske í heilanum á mér þessa stundina en svo bara kemur ekki neitt þegar ég byrja að pikka
En hvað um það Etta mín er öll að verða betri eftir tannsa bara svolítið bólgin 8(minnir pínu á boxer í framan) en það lagast og fer hún í skólann á morgun. Annas eru vangaveltur hjá mér hvort eitthvað fari að ske með barnafólk, öryrkja og gamalmenni þar sem þessi nýja stjórn er að færa það upp á borð hjá sér ..Bara bíða og sjá
Annas tilheyri ég þeim hópi sem eru öryrkjar og er ég alveg ógeðslega fúl að heyra að fólk sé að nota kerfið og gerast öryrkjar!!! hvernig er það hægt ,,,,,eins og maður sé að kjósa sér það að vera veikur og geta ekki unnið úti eins og aðrir Já ég verð bara reið..Þetta er að skemma fyrir okkur sem neyðast til að þiggja aumingjabætur ljótt ljótt ! Og svo það að þeir sem þurfa að vera á þessum bótum þeim er hengt fyrir að vera giftir og fá því ekki fullar bætursjit bara . Ekki dettur mér í hug að fara að skilja við kallinn bara til að fá ekki skerðingu!!Hvernig væri að stjórnvöld fari að gera eitthvað í þessu og laga þetta eins og er annarstaðar . Við öryrkjar erum ekki í tveimur persónum við erum líka einstaklingar!!! Og ég meina það sko.
Úff svona svona best að ég fari nú bara að róa mig
uhumm hef ekki meira í heilanum á þessari stund kv unns
Athugasemdir
Hæ gamla vinkona. Var fyrst núna að tengja
. Það er svo langur hjá mér "fattarinn"stundum. Velferðar og tryggingamálin geta ekkert orðið verri en þau eru búin að vera. Nú lagast það. Jóhanna er fín. Kona með mikla reynslu svo er hann Guðlaugur vel hæfur í heilbrigðismálinn. Við horfum fram á betri tíma með nýju ríkisstjórninni 
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 14:40
Hehe var einmitt að bíða eftir smellinum hjá þér
Gaman að vita af þér hér og ég er sammála um hannGulla litla hann stendur sig örugglega vel guttinn
Unnur R. H., 23.5.2007 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.