Færsluflokkur: Bloggar

Frídagar

Hjá mér hafa ekki verið neinir frídagar svo sem, fór í mat á skagan síðasta sunnudag(gvöð hvað ég hef verið löt að blogga) og fengum við náttlega dýrindismat..Gæs var það heillin, mareneruð og flott namm..Þegar ég kom svo í bæinn var brunað upp í árbæ og náð í litla skvísu, vinkonu dúllunar, og fékk hun að vera hér hjá okkur þangað til í dag.

Það er nú svona þegar báðir foreldrar vinna úti, ekki er hægt að láta blessuð börnin ganga lausagöngu, eða það finnst mér ekki..Við nutum þess bara að hafa hana hér hjá okkur. Þær eru búnar að vera vinkonur síðan þær voru 4 ára og vil ég fyrir alla muni að þær haldi vinskapnum áfram, enda eru þær æðislegar saman.

Hef ég náttúrulega haft ýmislegt að gera, held áfram að henda rusli og drasli og hef gaman afLoL.

Svo byrjaði ég að vinna og líst mér alveg ljómandi vel á mig í vinnunni..Fínt að koma aðeins út á meðal fólks, ekki endalaust innilokuð (af eigin valiBlush) og sjá lífið í kringum migWink

Svo kíktum við á lille fam fra danmark, í gærkvöldi og var yndislegt að sjá þau afturInLove og  þau koma í kjúllatilraun til okkar á föstudaginn langa..Ég hlakka svo tilHeart.

Kallinn minn er með eindæmum duglegur þessa dagana. Nú er ég búin að fá nýjan front á fataskápinn sem er niðri hjá mér og í hús eru komnar 4 nýjar innihurðir sem verða settar í á morgun..Ég get ekki beðið, ég er svo spennt..Hurðirnar sem fyrir eru á efri hæðinni eru börn síns tíma og alveg handónýtar..Ég kem til með að dansa gleðidansinn bara næstu vikur og mánuðiTounge

En nú er ég að fara að hátta, ætla frekar snemma á fætur og baka brauð og bollur, auðvitað úr spelti, enda komin í eins mikla hollustu og ég get....(gæti gert meira) en einhverstaðar byrjar maður og þarna er mitt start. Hef samt dáltið miklar áhyggjur af genginu þessa dagana. Verðið á húsum í danmark fer ört hækkandi með dönsku krónunni, verð bara að leggjast á bæn og vona það allra besta.

En eins og ég segi, farin að drífa mig í bólið og hana nú!!!

Verum góð hvert við annað og elskum friðinn

kv unns 


Alltaf komin helgi.

Mér finnst vikurnar svo fljótar að líða að það er alltaf komin helgi áður en ég veitWoundering. Hef svo sem haft alveg nóg að gera..En á fimmtudagskvöldið fóru aukaíbúarnir (mýsnar) allir með tölu. þetta kostaði grát og gnístan tanna hjá dúllunni, en gleði hjá mömmunniJoyful. Nú þarf ég ekki að standa á haus annan hvern dag að þrífa búrin og gefa þeim að borða alla daga..Var ég nú eiginlega komin með alveg upp í háls af þessu öllu..Að ekki sé nú minnst á lyktinaSick, nú er hún farinn..En komstég að því þegar ég var að bóksstaflega sótthreinsa herbergi dúllunar, að fj..... lyktin loðir líka við veggi oj.Sem sagt þurfti að gera alveg hreint frá gólfi og upp í loftDevil

En ég ennþá að taka og henda dóti, svei mér þá hvað safnast í kringum mann yfir árin, þetta ætlar engann endi að taka, og er ég rétt byrjuðShocking. Dúllan er búin að vera upp á skaga alla helgina, þannig að ég hef alveg haft tímann fyrir mér, sem betur fer..

Mér finnst samt allaf gaman þegar ég finn einhverjar myndir á víð og dreif í draslinu, frá ymsum tíma í lifinu mínu. Sumum fylgja góðar tilfinningar, öðrum miður góðum, en fortíð er fortíð og loks er ég að ná að hugsa þannigPinch. komin tími tilPouty

Að vísu finn ég á svo mörgu að vorið sé að nálgast..Það sem hrellir mig mest á þessum árstíma er að það birtir svo snemma að ég er vöknuð fyrir allar aldir, alveg sama hvenær ég fer að sofa. Þetta er alls ekki nógu gott, en ég er yfirleitt verst af þunglyndinu einmitt þá, er sem sagt ekki eins og aðrirFootinMouth

Ég vakna með fuglunum og klukkan sex er ég farin að bíða eftir að klukkan verði sjö, til að getað farið á kreik, finnst eldur snemmt að vera byrjuð að sísla eitthvað fyrr...En í dag er ég orðin meðvituð um þetta og passa mig..Ég er rosalega lítil í mér, finns svo margt sorglegt og get grátið yfir ótrúlegustu hlutum, bara eins og fréttum sem í sjálfu sér eru ekki neitt svaka lega átakalegar, en nei unnsa gamla grætur yfir þvíFrown

Eins finnst mér ég sjá sorg og gleði í augum á svo mörgum og þegar ég sé börn með sorgleg augu, þá opnast allar flóðgáttir hjá mérBlush. En ég er að læra að láta þetta ekki fara á sálina mína, hún hefur neblega nóg á sinni könnu.

Nú er orðið stutt í að ég fari að vinna nokkra daga og hlakkar mig til og kviður fyrir..Það er mjög gott fyrir mig að komast á meðal fólks, en ég er alltaf hrædd um að klúðra einhverju..Ég er einmitt búin að fá einkennisbuxur, sem eru bara flottar, en þá verð ég nátlega í leiðinni að rífa mig niður fyrir hversu feit ég er..Sem sagt ekki alveg í lagiShocking.

Svo er orðið stutt í að lille fam í danmark komi, en þau lenda á klakanum á morgun, ég hlakka svo til að sjá þau afturInLove. Það verður yndislegt að fá þau í heimsókn og ekki spillir það, að Finnsi kemur með pappíra yfir hús úti sem við höfum áhuga á, það verður gaman að skoða það allt samanHeart

En í dag förum við á skagan, ég náði að væla mig í matarboð hjá Gummanum og Birnunni, hehe bara gaman og líka að fá dúlluna aftur heim, þótt ég hafi haft mjög gott af þessari barnapásu..Enda kom fleiru í verk heldur en ef hún er heima, þá finnst mér ég alltaf þurfa að vera eitthvað að stjana við hana þótt það sé nú ekki alveg þannig, bara eitthvað í mér sem segir að ég eigi að gera þaðSideways

En nú hætti ég sinni, fer að þamba kaffið mitt og taka meira tilTounge

Verum góð hvert við annað og njótum dagsins

kv unns 

 


Alveg að gleyma mér..

Er búin að vera að henda og henda rusli..Þvílíkt sem ég safna í kring um mig alls konar dóti sem aldrei er notað, en nú ratar það beint í sorpu!! Annars var ég að lesa að fólk noti bloggið til að hjálpa sér með þunglyndi..Alveg viðurkenni ég það, að ég er í þeim hóp og er ekkert feimin við að viðurkenna það...Tengdardóttir mín hafði á orði við mig að ég skrifa meira um hvernig mér liði, á blogginu, en ég tali um dags daglega. Alveg  er ég sammála henni, ég geri það!!

Oft þakka ég guði fyrir að hafa skapað einhvern sem er svoooo klár að fatta upp á bloggiCool. Bara frábært. Mér hefur að vísu gengið betur, í gegn um árin, að tjá mig í skrifum heldur en í orðum. Ég veit að margir eru svona , þannig að bloggið er guðs gjöfInLove.

Ég hef verið að yfirfara fortíðina, svona í leiðinni, þar sem ég er að losa mig við dót tengda henni..Oft hef ég viljað óska þess að ég gæti breytt því sem liðið er, en núna er þetta allt að breytast..Kannski er ég bara að sættast við hlutina.En einkum kemur saknaður..Ég sakna margra góðra manneskna sem ég hef kynnst gegn um árin..Oftar en ekki er  það ég sem slít sambandi við fólk, kannski af skömm, eða af því að mér hefur fundist eftitt að útskýra mig og minni líðan fyrir öðrum..En halló, ég þarf þess ekki, ef fólk tekur manni ekki eins og maður er, með kostum og göllum, þá hef ég ekkert með það fólk að gera sem hefur komið inn hja mér neikvæðum hugsunum gagnvart sjálfri mérDevil.

Þetta er bara eitt af því sem er að poppa upp hjá mér, og já annað...Þegar ég fór að leyta mér hjálpar vegna áfengisvandræða, fyrir mörgum árum síðan, þá hélt ég það væru bara ljótt fólk, eins og ég, sem væru í þessum vandræðum. Þetta segir mér í dag hversu litið álit og skilning ég hafði á alkohólisma...Það kom mér rosalega á óvart að sjá gullfallegar konur sem áttu allt af öllu, vera í sömu sporum og ég, ætlaði bara aldrei að ná þessuW00t.

Sem betur fer hefur skilningurinn vaxið, en ekki get ég sagt að álitið á sjálfri mér hafi batnað mikið!!! En ég kemst þótt hægt fariWoundering. VonandiFootinMouth.

Ég var gift hér áður, ágætismanni, finnst mér í dag, en hann átti dóttur fyrir sem ég átti mikil samskipti við þegar hún var yngri.. Allt í einu hefur mér verið mjög mikið hugsað til hennar, eins og ég eigi eitthvað óuppgert í samskiptum við hana, ekki endilega slæmt, en eitthvaðPinch

Ætla að fara að skoða það eitthvað nánarWoundering.

En nú hætti ég, held frekar áfram við að henda fortíðinniWink

Höfum góða dagrest og verum góð hvert við annað.

kv unns 


Helgarlokadagur.

Þá er þessi helgi að verða búin. Ekki er heilsan búin að vera upp á marga fiska hjá mér, er örugglega búin að ná mér í einhvern flensuskít..Kannski finn ég minna fyrir því þar sem ég er á pensóWoundering

En að minnsta kosti var ég að drepast í gær, fann meira að segja til í rasskinnunumShocking. Ekki gat ég almennilega legið eða setið þannig að ég tók mig til að þvo allar gardínur í húsinuW00t, fannst skást að vera á ferðinni..En mikið eru gluggarnir ánægðir með það, þeir þvegnir hátt og lágt og velilmandi gardínurnar settar aftur upp..MMMM góð lygt í öllum skúmaskotum..Að vísu treysti ég mér ekki til að rífa ísskáp og eldavél fram til að þrífa á bak við þær, verður að bíða betri tíma.

Okkur gömlu var að vísu boðið í afmæli í gær upp í Borgarfjörð, en ég treysti mér ekki til að sitja í bíl þennan tíma, þannig að kallinn fór bara  einn..Dúllan fór í bíó með vinkonu sinni, þannig að ég fékk alveg frið við gluggaþvott og annaðCool. Svo fékk vinkonan að gista hér hjá dúllunni og voru þær svo góðar að þær voru sofnaðar fyrir 11, sem ég tel mjög gott á laugardagskvöldi. 

Já svo er ég að skella mér til Portugal í viku með dúllunni og systir minni..Förum við 12 júni og er ég farin að hlakka til að sóla af mér veturinn, sem mér er búið að finnast eindæma langur og leiðilegur..Ég virðist bara vera óstoppandi þegar ég byrja, flughræðslan að mestu farinn, kannski ekiki alveg, en nú lít ég á það sem áskorun að fljúga ekki pyntinguLoL

Í dag ætla ég að reyna að gera sem minnst og athuga hvort mér takist það, er með verki ennþá um allan líkama, líka í rasskinnunum, þess vegna verð ég að hætta að bulla og fara að standa upp úr stólnumPinch.

Höfum góðan sunnu(sólar)dag og verum góð vert við annaðHeart

kv unnsMouth At Side


Bara eitthvað þreytt

í dag..Veit ekki alveg af hverju þar sem ég hef ekki gert neitt í allan dag, nema að sitja á rsk og glápa eitthvað út í loftið..En dagurinn er ekki búin þannig að ég get ennþá bætt fyrir þessa leti.

Seinni parturinn á miðvikud var hreint ekkert skemmtilegurAngry, allt sem ég gerði kostaði peningarútlátDevil..Hefði alveg getað hugsað mér að eyða í annað en pensilín og varahluti, en svona er þetta..Mikið svakalega er dýrt að neyðast til að vera á pensó, fimm þúsund kall góðan daginnW00t og svo vantaði mig smáhlut í þvottavélina, og fauk annar fimmari, og þetta drasl var meira að segja búið til úr plasti!!!

Sem sagt bara pirruð..Gærdagurinn var ekkert skárri, lét bara allt fara í taugarnar á mér, eins og ég hefði ekkert annað með tímann að geraShocking. En hann skánaði þó þegar ég fór í gruppuna mína og var ég nokkuð sátt þegar ég kom heim í gærkvöldi. LOKSINS! Annars var ég að kaupa mér fræ til að setja niður, sem sagt ætla að rækta mitt krydd sjálf!!

Hef alveg ákveðið að ég ætla mér að vera hippakelling í danmörku, ekki nokkur vafi á því.....Og rækta mitt grænmeti, krydd og ávexti sjálf og hana nú!! Held að ég eigi eftir að fíla það ojabbTounge

Nú er best að skuta fræjunum í potta og setjast síðan aftur niður og bíða eftir að það vaxiWhistling

Höfum góða dagrest kv unns 


Mið vika....

Dagarnir hlaupa bókstaflega frá mér svei mér þá...Var í önnum í gær,vann það til að standa í biðröð í Elko til að eignast nýja ryksugu..Enda er ég mjög fær orðin á það heimilistæki..En so, Elko er með afmælistilboð og ryksuga er eitt af þeim..Fór á mánudaginn, en þá voru þær búnar en væntalegar morgunin eftir og sagði geðugur piltur, mér að koma strax og opnað væri...Þetta gerði égað ,mestu,klukkan var bara korter yfir 11 þegar ég var mætt og það voru bara 3 ryksugur eftir af 20 sem þeir fenguShocking. Ég sem sagt náði að næla mér í eina af þessum 3, stóð drúga stund í biðröð við kassan, en það var stoltur eigandi ryksugu sem sveif út í bíl með þessa elsku í fanginuInLove.

Eftir þessa ferð var ég orðin aðþrengt að geta nú eytt meiru, þar sem ryksugan mín var svo ódýr, var þá tekið land í einni af uppáhaldbúðunum, sem sagt Glugg-inn og þar svifu nokkrir 1000 kallar úr mínum vasa og út fór ég með 2 luktir (ég er að safna) ásamt slatta af kertum. En ekki var ég alveg búin að fá nóg þannig að Góði hirðirinn var næstur heyðraður með nærveru minni..Þar fékk ég þennan líka flotta ömmustól handa bumbubúanum þeirra Birnu minnar og Gummans, og borgaði heilar 100 krónur fyrir hann takk fyrirLoL

Samt var ég ekki búin að fá alveg nóg og notfærði mér þá staðreynd að dúllan var að fara í afmæli til tveggja skólasystra, og beint í Söstrene gröne, sem ég bæ þe vei dýrkaInLove. Þar náði ég að eyða í eitthvað páskadrasl + afmælisgjafirnar...Svo var farið með dúlluna í afmælið og ég og stóra mín vorum orðnar svo svangar af öllu bröltinu að við sturtuðum okkur í Pizza hut og þar var troðinn út maginn og setið smá á meltunni. Þá var kominn tími að sækja dúlluna í afmælið, koma sér heim að elda handa kallinum.

Úff ég var alveg búin eftir þennan dag, bara skil ekki af hverjuWoundering

En ég á eftir að fara með stóru mína til doxa, sem ætlar að taka saumana úr hnénu hennar og líklega láta hana vita hvenær hún megi fara að vinna..En í dag ætla ég að halda mér frá verslunum og solleiðisBlush. Er líklega búin að eyða alveg nóg, ehemm

En eigum góðan dag og göngum HÆGT um gleðinnar dyr.(ekki hlaupa eins og ég)

kv unns 


Verst að búa ekki í russlandinu góða

Ég á nebblega hvítar mýs sem ég vill losna viðWink
mbl.is 3.200 hvítar mýs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman, gaman

Eðlilega er gaman að reyna að eignast börn. Það fannst mérJoyful
mbl.is Gaman að reyna að eignast barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Happy day

Ég er rosalega hrifin af mánudögum, þá byrjar skólinn aftur og ég vakna fyrir allar aldir, sem sagt allt eins og á að veraWink.

En ég hef svona verið að velta ýmsum málsháttum fyrir mér og stundum skil ég þá ekki, en það er allt í lagi. Og svo eru það orðatiltæki sem ég misskil mjög oft. Tökum til dæmis "gakktu hægt um gleðinnar dyr", bíddu, þetta hefur haft þá merkingu fyrir mér að ég hleyp, get alls ekki gengið hægt um þá dyrBlush enda er ég skrýtin. En að vísu er ég alveg rosa stillt þessa dagana og ætla að vera það áfram.

Sunnudagurinn var góður, byrjaði í IKEA og eyddi frá mér viti og rænu, enda fer ég sjaldan þangaðCool.Rumfó fékk líka skerf frá mér þannig að þeir mega vera sáttir..Svo fékk ég gesti í kaffi og þá nátlega var farið í vöfflubakstur og þar þaut upp stafli sem hvarf jafnhratt ofan í svanga krakka angaTounge, en ég náði þó að kippa nokkrum undan handa gestunumJoyful.

En svei mér þá ef ég ætla ekki að fara að þvo þvotta, skil þetta ekki, þvotturinn hlítur að vaxa ha, er allaf að þvo en ekkert minkar í körfunni..Verð að fara að athuga þetta eitthvað nánar. Sef kannski bara inn á baði til að athuga hvernig þessi föt fara að því að hoppa upp í körfunaWoundering.

Hætt í bili

Höfum góðan dag kv unnnnnns 


Meiri snjór!!

Svei mér ef ég er ekki alveg búin að fá nóg af snjó! allaveganna finnst mér bara vera búin að vera snjór síðan í byrjun des, kannski er það ekki rétt hjá mér, en þannig horfir það við mér.

En í gær var ég sem sagt með afsöguðu kindahausana(svið) og innyfli úr sauðfé(slátur). Var von á krúttafjöldskyldunni af skaganum, og auðvitað komu þau. Fyrst inn úr dyrunim kom Gumminn sídan Máninn og svo kom bumbubúin, síðan Birnan. Hun er sem sagt komin með STÓRA bumbuLoL.

En það var rosalega gaman að fá þau og var troðið í sig með bestu lystWink. Svo var vinkona dúllunar hjá henni og voru þau á flakki út og inn, út og inn, og alltaf var ég með moppuna á lofti þar sem snjóskaflar fylgdu þeim við hverja innkomu, en þær urðu allmargarDevil Svei mér ef ég er ekki kominn með harðsperrur í handleggina af öllum þessum moppustrokumWoundering.

Svo bara leið tíminn allt of hratt þannig að þau fóru heim, ég í þvottahúsiðW00t þannig að ég rankaði ekki við mér fyrr en klukkan var að verða eitt og auðvitað laungu tímabært að fara að sofa ,sem ég og gerði....En sunnud er rétt að byrja og hver veit hvert hann færir migWoundering

En nú er ég hætt í bili

Höfum yndislegan drottins dagGrin.

kv unns 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband